Innlent

Hefur ekki íhugað afsögn

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
„Þó menn detti í það og skrifi einhverja bloggfærslu þá kippi ég mér ekki upp við það. Ég er ekki vanur að svara slíku næturbloggi," segir Guðjón Arnar Kristjánsson um kröfu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar fyrrum þingmanns Frjálslynda flokksins um að Guðjón segi af sér. Magnús sagði á Vísi í nótt að Guðjón ætti að segja af sér og segist bíða enn á bloggsíðu sinni í dag.

„Hann sendir mér væntanlega bréf um það," segir Guðjón sem staddur var á fundi með framkvæmdarstjórn flokksins þegar Vísir náði af honum tali.„Við erum að skoða næstu skref. Það verður boðað til miðstjórnarfundar þar sem staða flokksins verður rædd nánar."

Frjálslyndiflokkurinn þurrkaðist út í kosningunum í gær og fékk engann þingmann. Guðjón segir niðurstöðuna vissulega vonbrigði en hann hafi ekki íhguað að segja af sér. Hann segir ennfremur að meini menn eitthvað með því að hann eigi hverfa á brott þá hljóti þeir að skrifa bréf þess efnis til flokksins.




Tengdar fréttir

Krefst afsagnar formanns Frjálslynda flokksins

„Ég tel að formaðurinn hafi keyrt flokkinn í þrot og hann eigi að segja sér sem og öll stjórnin," segir Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og fyrrum varaformaður hans en honum er brugðið vegna slæmrar útreiðar flokksins í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×