Funda á heimili Geirs 25. janúar 2009 12:12 Ingibjörg, Össur, Þorgerður og Geir funda á heimili forsætisráðherra í Vesturbænum. Formenn stjórnarflokkanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funda nú á heimili Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Óvissa ríkir um ríkisstjórnarsamstarfið en afsögn Björgvins G. Sigurðssonar þykir þó hafa aukið líkur á að stjórnin haldi velli. Mikil óviss hefur ríkt alla helgina um ríkisstjórnarsamstarfið og hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins fundað stíft með flokksmönnum sínum og baklandi til að ræða málin. Innan Samfylkingarinnar eru skiptar skoðanir um hvort að halda eigi samstarfinu áfram en nokkur aðildarfélaganna hafa ályktað um að slíta eigi því strax. Ingibjörg Sólrún fundaði með formönnum allra aðildarfélaganna í gær og fór yfir málin og með stjórn Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur innan Samfylkingarinnar á að gera verði breytingar til að hægt sé að halda samstarfinu áfram. Háværasta krafan er sú að Davíð Oddsson seðlabankastjóri víki en seðlabankastjórn heyrir undir forsætisráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó enn ekki vilja verða við því. Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32 Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi ,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar. 25. janúar 2009 11:13 Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51 Afsögn Björgvins kemur 3 mánuðum of seint Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra komi alltof seint. 25. janúar 2009 10:58 Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Össur Skarphéðinsson funda nú á heimili Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Óvissa ríkir um ríkisstjórnarsamstarfið en afsögn Björgvins G. Sigurðssonar þykir þó hafa aukið líkur á að stjórnin haldi velli. Mikil óviss hefur ríkt alla helgina um ríkisstjórnarsamstarfið og hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins fundað stíft með flokksmönnum sínum og baklandi til að ræða málin. Innan Samfylkingarinnar eru skiptar skoðanir um hvort að halda eigi samstarfinu áfram en nokkur aðildarfélaganna hafa ályktað um að slíta eigi því strax. Ingibjörg Sólrún fundaði með formönnum allra aðildarfélaganna í gær og fór yfir málin og með stjórn Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur innan Samfylkingarinnar á að gera verði breytingar til að hægt sé að halda samstarfinu áfram. Háværasta krafan er sú að Davíð Oddsson seðlabankastjóri víki en seðlabankastjórn heyrir undir forsætisráðuneytið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó enn ekki vilja verða við því.
Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32 Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi ,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar. 25. janúar 2009 11:13 Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51 Afsögn Björgvins kemur 3 mánuðum of seint Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra komi alltof seint. 25. janúar 2009 10:58 Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12
Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55
Þiggur ekki biðlaun Björgvin G. Sigurðsson hefur tilkynnt ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins að hann afsali sér rétti til biðlauna ráðherra. Björgvin tilkynnti um afsögn sína sem viðskiptaráðherra á fundi með blaðamönnum áðan. 25. janúar 2009 11:32
Ríkisstjórnin er að bregðast við þrýstingi ,,Þetta er afleiðing af þeim mikla þrýstingi sem til er orðinn í samfélaginu um meiriháttar uppstokkun í stjórnsýslunni og kröfuna um lýðræðislegt uppgjör með kosningum. Ríkisstjórnin er að drattast til að stíga skref sem hún hefði átt að vera búinn að fyrir löngu síðan," segir Ögmundur Jónssonar, þingflokksformaður Vinstri grænna, um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar. 25. janúar 2009 11:13
Afsögn Björgvins kemur Ingibjörgu á óvart Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðassonar sem viðskiptaráðherra hafi komið sér mjög á óvart. Hún segir að Björgvin hafi staðið sig vel sem viðskiptaráðherra. Formaðurinn segir jafnframt of snemmt að segja hver taki við viðskiptaráðuneytinu. Nánar verður rætt við Ingibjörgu í hádegisfréttum sem verður sjónvarpað beint. 25. janúar 2009 11:51
Afsögn Björgvins kemur 3 mánuðum of seint Eygló Harðardóttir, þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, segir að afsögn Björgvins G. Sigurðssonar sem viðskiptaráðherra komi alltof seint. 25. janúar 2009 10:58
Allir flokkar axli ábyrgð - vill þjóðstjórn ,,Þó fyrr hefði verið," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins aðspurður um afsögn Björgvins G. Sigurðssonar og stjórnenda Fjármálaeftirlitsins. 25. janúar 2009 11:22