Boðað hefur verið til borgarafundar á Hótel Selfossi annað kvöld. Yfirskrift fundarins er: ,,Staða þjóðarinnar. Fortíð - Nútíð - Framtíð."
Meðal þeirra sem hafa staðfest komu sína eru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður og nokkrir þingmenn.
Frummælendur á fundinum verða Hallgrímur Helgason rithöfundur, Sigríður Jónsdóttir bóndi, kennari og skáld, Ásta Rut Jónasdótti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Svanborg Egilsdóttir yfirljósmóðir.
Boðið verður upp á fría rútuferð fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sem hafa áhuga á að taka þátt. Lagt verður af stað kl. 18:30 frá Borgartúni 3, Reykjavík. Nauðsynlegt er að panta sæti með því að senda póst á netfangið borgarafundur@gmail.com.
