Mótmælafundur gegn ofbeldi og eignarspjöllum hófst á Lækjartorgi nú klukkan þrjú. Tilgangurinn er að hvetja fólk til að beita ekki ofbeldi í mótmælum. Þar eru á fimmta tug mótmælenda samankomnir.
Ræðumenn verða séra Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, Ásgerður Inga Stefánsdóttir, aðstandandi lögreglumanns, Arnór Bjarki Svarfdal, skáti, og Hafsteinn Gunnar Hauksson menntaskólanemi.
Einnig er mótmælt á Austurvelli en þar eru nú rúmlega 30 manna hópur sem framkallar hávaða og krefst þess að ríkisstjórnin víki.
Mótmælendur á Lækjartorgi og Austurvelli
