Fótbolti

Blaðamannafundi nýja landsliðsþjálfarans frestað vegna ófærðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Levein þegar hann var stjóri Leicester.
Craig Levein þegar hann var stjóri Leicester. Nordic Photos / Getty Images

Tilkynna átti í dag að Craig Levein hafi verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Skota en ekki var hægt að halda blaðamannafund vegna ófærðar.

Levein komst ekki frá heimili sínu í bænum Fife í Skotlandi vegna mikillar snjókomu sem verið hefur á Bretlandseyjum síðastliðna daga. Því verður beðið með blaðamannafundinn, líklega þar til eftir jól.

Levein var áður knattspyrnustjóri Dundee United og er talið að hann hafi samið við Skota til ársins 2012.

Staðfest var á heimasíðu Dundee United að Levein væri hættur sem stjóri liðsins. Stjórnarformaður félagsins, Stephen Thompson, var mjög ósáttur við framgöngu forráðamanna skoska knattspyrnusambandsins.

„Við höfum ekki fengið nein boð um bætur fyrir að missa Craig," sagði á heimasíðunni. „Við erum aðildarfélag og eigum skilið að komið sé fram við okkur af meiri virðingu. Það hefur ekki verið tilfellið."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×