Innlent

Hótaði að skjóta mann með fjárbyssu

Hella.
Hella.

Rétt rúmlega sextugur bóndi nálægt Hellu var dæmdur fyrir að hóta sveitungi sínum og fyrir vopnalagabrot.

Það var hinn nítjánda ágúst á síðasta ári sem bóndinn sendi sveitungi sínum eftirfarandi skilaboð: "A, ef þér er annt um líf og heilsu kondu þér þá burt úr helluþorpi! Frændur og vinir X."

Þá á hann að hafa sagt syni sínum að hann hafi ætlað að skjóta þolandann með fjárbyssu.

Það var svo 21. ágúst sem í ljós kom að bóndinn geymdi Remington riffil og fjárbyssu auk skotfæra í ólæstum hirslum og óaðskilið í hanskahólfi bifreiðar sem hann var í. Vopnin voru í farþegasæti bílsins og buxnavasa bóndans.

Þá geymdi hann fleiri vopn í stofunni heima en ekki í læstum hirslum eins og lög kveða á um.

Að lokum var hann dæmdur fyrir brot gegn lögreglulögum og ekki hlýtt fyrirmælum lögreglunnar við verslun Olís á Hellu með þeim afleiðingum að lögreglan beitti úðavopni gegn bóndanum.

Var hann dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en refsingin fellur niður haldi hann skilorð í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×