Innlent

Ríkisráð kemur saman á morgun

Ríkisráð kom síðast saman 10. maí þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð.
Ríkisráð kom síðast saman 10. maí þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG var mynduð. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun á Bessastöðum klukkan ellefu. Um er að ræða hefðbundin ríkisráðsfund en þeir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári, en einnig við ríkisstjórnar- og ráðherraskipti.

Forseti Íslands og ráðherrar skipa ríkisráð og eru fundir þess afar formlegir. Ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins er ritari ríkisráðsfunda.

Eftir að forseti hefur sett fund standa ráðherrar upp, einn af öðrum, og lesa upp þau lög og þingsályktanir sem forseti hefur áður staðfest en þurfa nú að endurstaðfestast en samkvæmt stjórnarskrá skal bera upp lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir fyrir forseta í ríkisráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×