Gjaldeyrisvarasjóðslánin jafn brýn nú og í nóvember Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. september 2009 15:15 Friðrik Már Baldursson segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virki eins og endurskoðendur á efnahagslíf Íslendinga. Mynd/ Hari. Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. Friðrik segir að samningurinn sé nauðsynlegur Íslendingum bæði til þess að auka tiltrú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi og til þess að gjaldeyrisviðskipti geti komist í eðlilegt horf. Ef lánin fengust ekki yrði afgangurinn af utanríkisviðskiptum að verða enn meiri sem myndi þýða enn meiri niðurskurð á fjárlögum og gengi krónunnar þyrfti að vera langt til lengri tíma. „Þannig að það er langur listi af hlutum sem hangir á spýtunni," segir Friðrik Már. „Ef íslensk stjórnvöld halda skynsamlega á spöðunum, að þá munum við á nokkrum árum vera komin í eðlilegt ástand þar sem gjaldeyrismarkaður eru opnir og fyrirtæki og opinberir aðilar taka lán á eðlilegum kjörum. Á meðan þurfum við þennan stuðning. Þetta er einfaldlega stoðtæki í að vinna hann, segir Friðrik Már. Friðrik bendir á að nú séu vonir um það að fá erlenda aðila inn í bankana, Íslandsbanka og Kaupþing. Það myndi létta á lánabyrgði ríkisins sem sé gríðarleg. Þá yrði aðkoma erlendra fjármálastofnana að rekstri bankanna gríðarlega mikilvæg til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég held að það sé borin von að það gerist ef þessi „stamp of approval" kemur ekki. Vegna þess að þetta er bara þannig að þarna er Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn í hlutverki einhverskonar endurskoðenda eða einhverskonar vottunaraðila sem á að taka kerfið hérna út," segir Friðrik Már. Ekkert liggur fyrir um það hvenær stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætluninni en það hefur staðið til að taka hana fyrir frá því í febrúar síðastliðnum. „Það er mjög slæmt að það skuli ekki vera ljóst hvenær þetta verður tekið fyrir og hvers vegna tafirnar eru. Er það vegna þess að Bretar og Hollendingar eru að draga lappirnar og eru að stoppa þetta? Eða er þetta af tæknilegum ástæðum sem það getur alveg verið?" Friðrik Már bendir á að það sé heilmikil skýrslugerð í tengslum við þessa endurskoðunina og vel megi vera að slík vinna tefji endurskoðunina. Aðalmálið sé að það er mjög slæmt að málið skuli tefjast svona og það sé í einhverri óvissu. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Gjaldeyrisvarasjóðslánin frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum eru alveg jafn brýn núna og þau voru þegar samningurinn var gerður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember á síðasta ári. Þetta segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. Friðrik segir að samningurinn sé nauðsynlegur Íslendingum bæði til þess að auka tiltrú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi og til þess að gjaldeyrisviðskipti geti komist í eðlilegt horf. Ef lánin fengust ekki yrði afgangurinn af utanríkisviðskiptum að verða enn meiri sem myndi þýða enn meiri niðurskurð á fjárlögum og gengi krónunnar þyrfti að vera langt til lengri tíma. „Þannig að það er langur listi af hlutum sem hangir á spýtunni," segir Friðrik Már. „Ef íslensk stjórnvöld halda skynsamlega á spöðunum, að þá munum við á nokkrum árum vera komin í eðlilegt ástand þar sem gjaldeyrismarkaður eru opnir og fyrirtæki og opinberir aðilar taka lán á eðlilegum kjörum. Á meðan þurfum við þennan stuðning. Þetta er einfaldlega stoðtæki í að vinna hann, segir Friðrik Már. Friðrik bendir á að nú séu vonir um það að fá erlenda aðila inn í bankana, Íslandsbanka og Kaupþing. Það myndi létta á lánabyrgði ríkisins sem sé gríðarleg. Þá yrði aðkoma erlendra fjármálastofnana að rekstri bankanna gríðarlega mikilvæg til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég held að það sé borin von að það gerist ef þessi „stamp of approval" kemur ekki. Vegna þess að þetta er bara þannig að þarna er Alþjóðargjaldeyrissjóðurinn í hlutverki einhverskonar endurskoðenda eða einhverskonar vottunaraðila sem á að taka kerfið hérna út," segir Friðrik Már. Ekkert liggur fyrir um það hvenær stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun taka fyrir endurskoðun á efnahagsáætluninni en það hefur staðið til að taka hana fyrir frá því í febrúar síðastliðnum. „Það er mjög slæmt að það skuli ekki vera ljóst hvenær þetta verður tekið fyrir og hvers vegna tafirnar eru. Er það vegna þess að Bretar og Hollendingar eru að draga lappirnar og eru að stoppa þetta? Eða er þetta af tæknilegum ástæðum sem það getur alveg verið?" Friðrik Már bendir á að það sé heilmikil skýrslugerð í tengslum við þessa endurskoðunina og vel megi vera að slík vinna tefji endurskoðunina. Aðalmálið sé að það er mjög slæmt að málið skuli tefjast svona og það sé í einhverri óvissu.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira