Innlent

Eyðilögðu golfvöll á golfbíl

Golfbíll. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Golfbíll. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir eignaspjöll þegar þeir keyrðu golfbíl á golfvellinum við Strönd í Rangárþingi ytra í júlí á síðasta ári. Samkvæmt ákæruskjali þá óku þeir golfbílnum með þeim afleiðingum að þeir brutu nokkrar golfstangir við flatir auk þess sem þeir skemmdu sandgryfjur og fleira.

Upprunalega voru fjórir ákærðir vegna málsins en tveir voru sýknaðir. Báðir hinir dæmdu voru sextán ára gamlir þegar þeir brutu af sér. Er það talið þeim til tekna. Héraðsdómur á Suðurlandi frestaði því refsingu haldi þeir skilorð í eitt ár.

Ekkert liggur fyrir í gögnum málsins hversu umfangsmikið það tjón er sem piltarnir ollu en ljóst er að það er minniháttar samkvæmt dómsorði. Drengirnir þurfa því aðeins að standa straum af hluta málskostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×