Innlent

Kannabis á Kjalarnesi og í Kópavogi

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi um miðjan dag í gær. Við húsleit fundust um 50 kannabisplöntur að því er segir í tilkynningu frá lögrelgu en einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa og fleiri hluti sem tengjast starfseminni.

Þá fundust fíkniefni við húsleit í íbúð í Kópavogi síðdegis í gær. Um var að ræða kannabis og kannabisfræ og í húsinu voru tveir karlar og tvær konur og hefur fólkið áður komið við sögu hjá lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×