Íslenski boltinn

Sverrir kominn til FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson er kominn aftur í FH.
Sverrir Garðarsson er kominn aftur í FH. Mynd/E. Stefán

Nú er ljóst að Sverrir Garðarsson mun spila með FH-ingum í sumar eftir að gengið var frá lánssamningi þess efnis við sænska B-deildarliðið GIF Sundsvall.

Þetta staðfesti Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi.

Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins á Íslandi og er því ljóst að Sverrir mun ekki spila í Svíþjóð í haust. Félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september, fáeinum vikum áður en tímabilinu lýkur hér á landi.

Sverrir mun þó ekki spila með FH fyrr en í fyrsta lagi eftir landsleikjafríið í upphafi júní þar sem hann er nú að jafna sig á aðgerð sem hann gekkst undir í upphafi mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×