Enski boltinn

Risasamningur í smíðum handa Rooney

AFP

Bresku slúðurblöðin halda því fram um helgina að Manchester United sé að leggja lokahönd á nýjan sex ára samning handa framherjanum Wayne Rooney.

Rooney á enn tvö ár eftir af samningi sem hann skrifaði undir fyrir þremur árum en hann færir kappanum 19 milljónir króna í vikulaun.

Nýr samningur myndi færa Rooney upp á sama plan og Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo, en þeir eru með tæpar 24 milljónir á viku hjá United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×