Innlent

Herjólfur telst ekki þjóðvegur

Kvartað var yfir gjaldtökunni í þessa mikilvægu samgönguæð.Fréttablaðið / óskar p. friðriksson
Kvartað var yfir gjaldtökunni í þessa mikilvægu samgönguæð.Fréttablaðið / óskar p. friðriksson

Eimskip má innheimta gjald af ferjusiglingum með Herjólfi, enda telst Herjólfur ekki þjóðvegur. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis, en kvartað hafði verið til hans vegna gjaldtökunnar í ferjuna og nýlegrar hækkun á gjaldskránni.

Segir í áliti umboðsmanns að ekki verði ráðið af ákvæðum laga að ríkinu sé skylt að standa að rekstri á ferjum með sama hætti og uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega. Þrátt fyrir að Herjólfur gegndi hlutverki sem væri eðlislíkt þjóðvegum að mörgu leyti yrði ekki litið á ferjuna sem þjóðveg samkvæmt lögum og það gengi því ekki gegn jafnræðisreglum íslensks réttar að innheimta gjöld af farþegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×