115 milljarðar hvíla á bílum í erlendri mynt 2. júlí 2009 05:00 Viðskiptaráðherra segir að þung greiðslubyrði af bílalánum sé það sem valdi mörgum fjölskyldum einna mestum vandræðum.Fréttablaðið/vilhelm Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn til Gylfa um erlend bílalán; meðal annars hversu mörg þau væru og hversu há, og hvort hann hygðist beita sér í málum þeirra sem ættu í vandræðum með afborganir. Gylfi sagði að samkvæmt tölum Seðlabankans verðu áttatíu prósent þeirra sem væru með bílalán innan við tuttugu prósentum ráðstöfunartekna sinna í afborganirnar. Það ætti að vera vel viðráðanlegt, segir Gylfi. Hins vegar væru ellefu prósent í öllu verri stöðu, og verðu yfir þrjátíu prósentum ráðstöfunartekna í afborganir. Það væri vitaskuld afar þungbært í mörgum tilvikum. Miðað við að fjörutíu þúsund manns séu með erlend bílalán þýðir þetta að um 4.400 manns eru í þessari þungbæru stöðu. Að sögn Gylfa er afar lítill hluti bílalána einungis í íslenskum krónum. Fulltrúar Framsóknarflokksins kölluðu eftir því að ríkisstjórnin brygðist við vanda þeirra sem ættu í erfiðleikum vegna afborgana af erlendum bílalánum. Sögðu þeir að flöt niðurfelling skulda blasti við sem skynsamlega lausnin. Gylfi tjáði þeim að nú væri að störfum starfshópur á vegum viðskipta-, félags- og tryggingamála- og dómsmálaráðuneytisins sem hefði það hlutverk að fara yfir þessi mál. Almennar aðgerðir eins og flöt niðurfelling væru allt of dýrar en til greina kæmi að beita sértækum aðgerðum til að laga stöðu þessa fólks. „Í hópi þeirra sem eru í mestu vandræðunum með að láta enda ná saman vega bílalánin þungt út af því hve greiðslubyrðin er mikil, þó að höfuðstóllinn sé yfirleitt miklu lægri en af íbúðalánunum,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Ef það er hægt að taka á málum þeirra sem eru í verstri stöðu með bílalánin væri það mjög markviss aðgerð því þarna er vandinn einna brýnastur.“ Gylfi segir einnig að í flestum tilfellum hafi lánafyrirtæki veðrétt í bifreiðinni, eða eignarétt í henni í gegnum rekstrarleigu. Bifreiðin sé tekin og seld ef skuldarinn lendi í vanskilum og eftirstöðvarnar falli á skuldarann. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Íslendingar skulda 115 milljarða króna í erlend bílalán. Ríflega fjörutíu þúsund manns eru með bílalán í erlendri mynt, að hluta eða að fullu. Gera má ráð fyrir að um 4.400 manns séu í vandræðum með greiðslubyrði af bílalánum sínum, ef marka má orð Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra á Alþingi í gær. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, beindi fyrirspurn til Gylfa um erlend bílalán; meðal annars hversu mörg þau væru og hversu há, og hvort hann hygðist beita sér í málum þeirra sem ættu í vandræðum með afborganir. Gylfi sagði að samkvæmt tölum Seðlabankans verðu áttatíu prósent þeirra sem væru með bílalán innan við tuttugu prósentum ráðstöfunartekna sinna í afborganirnar. Það ætti að vera vel viðráðanlegt, segir Gylfi. Hins vegar væru ellefu prósent í öllu verri stöðu, og verðu yfir þrjátíu prósentum ráðstöfunartekna í afborganir. Það væri vitaskuld afar þungbært í mörgum tilvikum. Miðað við að fjörutíu þúsund manns séu með erlend bílalán þýðir þetta að um 4.400 manns eru í þessari þungbæru stöðu. Að sögn Gylfa er afar lítill hluti bílalána einungis í íslenskum krónum. Fulltrúar Framsóknarflokksins kölluðu eftir því að ríkisstjórnin brygðist við vanda þeirra sem ættu í erfiðleikum vegna afborgana af erlendum bílalánum. Sögðu þeir að flöt niðurfelling skulda blasti við sem skynsamlega lausnin. Gylfi tjáði þeim að nú væri að störfum starfshópur á vegum viðskipta-, félags- og tryggingamála- og dómsmálaráðuneytisins sem hefði það hlutverk að fara yfir þessi mál. Almennar aðgerðir eins og flöt niðurfelling væru allt of dýrar en til greina kæmi að beita sértækum aðgerðum til að laga stöðu þessa fólks. „Í hópi þeirra sem eru í mestu vandræðunum með að láta enda ná saman vega bílalánin þungt út af því hve greiðslubyrðin er mikil, þó að höfuðstóllinn sé yfirleitt miklu lægri en af íbúðalánunum,“ segir Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Ef það er hægt að taka á málum þeirra sem eru í verstri stöðu með bílalánin væri það mjög markviss aðgerð því þarna er vandinn einna brýnastur.“ Gylfi segir einnig að í flestum tilfellum hafi lánafyrirtæki veðrétt í bifreiðinni, eða eignarétt í henni í gegnum rekstrarleigu. Bifreiðin sé tekin og seld ef skuldarinn lendi í vanskilum og eftirstöðvarnar falli á skuldarann.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira