Erlent

Reyna að hjálpa Norður-Kóreumönnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Norðurkóreskar konur við störf á Kaesong-svæðinu.
Norðurkóreskar konur við störf á Kaesong-svæðinu.

Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu funduðu í morgun um aðgerðir til að koma Norður-Kóreumönnum til hjálpar efnahagslega vegna viðskiptalegra refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna. Aðgerðirnar munu einkum beinast að því að efla atvinnustarfsemi á svokölluðu Kaesong-iðnaðarsvæði í Norður-Kóreu þar sem um hundrað suðurkóresk iðnfyrirtæki eru starfrækt en í þeim starfa um 40.000 Norður-Kóreumenn. Þessi starfsemi er nánast eina leið Norður-Kóreumanna til að fá erlendar tekjur inn í landið en refsiaðgerðir gegn þeim voru hertar til muna eftir að þeir sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyni í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×