Hafnar ásökunum um nám í klækjafræði og siðleysi 9. febrúar 2009 14:18 Hafsteinn Gunnar Hauksson, forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, segist ekki nemi í klækjafræði útrásavíkinga. „Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Í greininni ritar Guðmundur Andri eftirfarandi: Eina von íslensku auðmannanna um sáluhjálp er sú að þeir gjöri iðrun og yfirbót - fari á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni í raunverulegum viðskiptum og Vali Valssyni í raunverulegri bankastarfsemi, lesi ævisögu Thors Jensen til að fræðast um raunveruleg umsvif, skili svo þjóðinni aftur peningunum sem þeir rændu frá henni. Annars fer illa. Um það vitna gamlar sagnir sem brýnt er fyrir þá að kynna sér. Þær er meðal annars að finna í Völsunga sögu og Skáldskaparmálum Snorra Sturlunar, sem þeim hefði verið nær að lesa í Versló og framhaldsdeild Versló heldur en að læra eingöngu siðlausa klæki og bókhaldsbrellur. Sem nemanda í Verslunarskólanum þykir Hafsteini illa vegið að sér og sínum samnemendum og þykir miður að Guðmundur Andri skuli tengja skólann neikvæðri umræðu með þessum hætti. „Ég get nú vottað um það að áfanginn klækir og siðleysi 103 er ekki kenndur hér við skólann, heldur þvert á móti," segir Hafsteinn og áréttar að það sé lögð talsverð áhersla á heiðarlega viðskiptahætti og siðferði í náminu. Hafsteinn segir það mikill misskilningur að Verslunarskólinn sé einhverskonar útungunarstöð siðlausra útrásavíkinga, nemendur skólans megi finna í öllum starfsstéttum landsins. Þetta er ekki fyrsta árásin á skólann, rithöfundurinn Andri Snær Magnason lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að skólinn væri fallinn. „Þá hringdi Andri í mig og baðst persónulega afsökunar. Í kjölfarið buðum við honum að koma og skoða skólann sem og hann gerði. Ég vona að Guðmundur sé ekki minni maður og býð þá bara honum líka að koma og leita af sér allan grun um kennslu í siðleysi hér á bæ. Hann hlýtur að átta sig á því að það sem hann segir á ekki við rök að styðjast" segir Hafsteinn sem gagnrýnir Guðmund fyrir að beina reiði sinni gagnvart skólanum. Hann bendir jafnframt á að stundum heyrist skýrar í manni þegar maður talar, í stað þess að öskra og vera með upphrópanir. Tengdar fréttir Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
„Það er leiðinlegt að Guðmundur Andri skuli vera með svona stórar yfirlýsingar gagnvart þrettánhundruð nemum Verslunarskólans sem kappkosta við að lesa til stúdents," segir forseti nemandafélags Verslunaskóla Íslands, Hafsteinn Gunnar Hauksson, en hann gagnrýnir Guðmund Andra Thorsson harðlega fyrir grein sem hann ritaði í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni „Á Gnitaheiði". Í greininni ritar Guðmundur Andri eftirfarandi: Eina von íslensku auðmannanna um sáluhjálp er sú að þeir gjöri iðrun og yfirbót - fari á námskeið hjá Vilhjálmi Bjarnasyni í raunverulegum viðskiptum og Vali Valssyni í raunverulegri bankastarfsemi, lesi ævisögu Thors Jensen til að fræðast um raunveruleg umsvif, skili svo þjóðinni aftur peningunum sem þeir rændu frá henni. Annars fer illa. Um það vitna gamlar sagnir sem brýnt er fyrir þá að kynna sér. Þær er meðal annars að finna í Völsunga sögu og Skáldskaparmálum Snorra Sturlunar, sem þeim hefði verið nær að lesa í Versló og framhaldsdeild Versló heldur en að læra eingöngu siðlausa klæki og bókhaldsbrellur. Sem nemanda í Verslunarskólanum þykir Hafsteini illa vegið að sér og sínum samnemendum og þykir miður að Guðmundur Andri skuli tengja skólann neikvæðri umræðu með þessum hætti. „Ég get nú vottað um það að áfanginn klækir og siðleysi 103 er ekki kenndur hér við skólann, heldur þvert á móti," segir Hafsteinn og áréttar að það sé lögð talsverð áhersla á heiðarlega viðskiptahætti og siðferði í náminu. Hafsteinn segir það mikill misskilningur að Verslunarskólinn sé einhverskonar útungunarstöð siðlausra útrásavíkinga, nemendur skólans megi finna í öllum starfsstéttum landsins. Þetta er ekki fyrsta árásin á skólann, rithöfundurinn Andri Snær Magnason lét hafa eftir sér í viðtali á dögunum að skólinn væri fallinn. „Þá hringdi Andri í mig og baðst persónulega afsökunar. Í kjölfarið buðum við honum að koma og skoða skólann sem og hann gerði. Ég vona að Guðmundur sé ekki minni maður og býð þá bara honum líka að koma og leita af sér allan grun um kennslu í siðleysi hér á bæ. Hann hlýtur að átta sig á því að það sem hann segir á ekki við rök að styðjast" segir Hafsteinn sem gagnrýnir Guðmund fyrir að beina reiði sinni gagnvart skólanum. Hann bendir jafnframt á að stundum heyrist skýrar í manni þegar maður talar, í stað þess að öskra og vera með upphrópanir.
Tengdar fréttir Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Á Gnitaheiði Daglega berast fréttir af uppgjöri fjármálastofnana og engu líkara en að ný keppni sé hafin hjá samkeppnishetjunum sem forðum áttu í metingi um stærstu jeppana, sniðugustu nöfnin á eignarhaldsfélögunum, hæstu turnana og asnalegust poppstjörnurnar í afmælunum. Nú er tekist á um það hver tapaði mestu. 9. febrúar 2009 06:00