Innlent

Mikill verðmunur á fiski

Mikill munur er á fiskverði á milli verslana og eru dæmi um að hægt sé að spara sér yfir helming þegar fiskur er keyptur í soðið. Í nýrri könnun ASÍ sést að kílóið af þorski getur kostað allt frá 690 krónum upp í 1.490 krónur. Borið var saman verð á hátt í þrjátíu tegundum af fiskmeti í fiskbúðum og fiskborðum. Fiskbúð Hafbergs reyndist oftast með hæsta verðið eða í átta tilvikum en lægsta verðið mátti oftast finna í Litlu fiskbúðinni í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×