Innlent

Bæklingur um lítinn rétt karla

Félag um foreldrajafnrétti hefur gefið út bækling sem meðal annars er ætlað að varpa ljósi á það að réttarstaða íslenskra karla hvað varðar jafnrétti foreldra sé líklega sú lakasta í vestrænum ríkjum.

Segir í tilkynningu um bæklinginn að Ísland hafi sérstöðu og sé einangrað á sviði löggjafar um rétt barna til beggja foreldra sinna eftir skilnað. Rannsóknir sýni að hagsmunir barna liggi fyrst og fremst í miklum tengslum við báða foreldra sína.

Bæklingurinn var afhentur Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×