Innlent

Vinstri grænir í Skandinavíu vilja róttækar breytingar

Dagur Snær Sævarsson formaður VG í Kaupmannahöfn og Suður-Svíþjóð.
Dagur Snær Sævarsson formaður VG í Kaupmannahöfn og Suður-Svíþjóð.
Stjórn Vinstri grænna í Kaupmannahöfn og suður Svíþjóð vill sjá róttækar breytingar í málefnum íslenskra námsmanna erlendis. Stjórnin hvetur Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, og stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til að umbylta því kerfi sem námsmenn lifa við í dag.

,,Það er óásættanlegt að LÍN hafi í mörg ár gefið bönkunum færi á að nýta sér stöðu námsmanna með því að greiða námslán ekki fyrirfram.

Slíkt fyrirkomulag gerir bönkunum kleift að bjóða námsmönnum fyrirgreiðslu með svimandi háum vöxtum, enda eiga fæstir nemar um annað að velja," segir í ályktun frá stjórninni.

Stjórn Vinstri grænna í Kaupmannahöfn og suður Svíþjóð hvetur til þess að LÍN bjóði upp á fyrirframgreiðslur til námsmanna.

Í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu leggur stjórnin ennfremur til að mánaðarleg framfærsla námsmanna verði hækkuð um a.m.k. 30% og að skólagjöld verði greidd niður að hluta til eða öllu leiti hjá námsmönnum sem sýna framúrskarandi árangur í námi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×