Innlent

Loftrýmisgæsla í fullum gangi - myndband

Danir hafa verið við loftrýmiseftirlit á Íslandi á vegum NATO frá því á mánudaginn. Fjórar F16 þotur eru á Keflavíkurflugvelli og á fimmta tug Dana eru hér á landi vegna eftirlitsins sem stendur í þrjár vikur.

Flogið er daglega og meðfylgjandi eru myndir og myndband af loftrýmisgæslu danska flughersins undanfarna daga.

Spánverjar áttu að koma og sjá um loftrýmisgæslu í sumar en af því verðu ekki ekki sökum efnahagsþrenginga á Spáni. Verið er að ganga frá því að önnur NATO-þjóð taki að sér þá gæslu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofa verður greint frá því síðar. Ráðgert er að Bandaríkjamenn komi næsta vetur.

Kostnaður íslenska ríkisins hefur lækkað nokkuð en upphaflegar áætlarnir gerðu ráð fyrir 50 milljón króna útgjöldum við hverja gæslu. Kostnaður Íslendinga vegna yfirstandi gæslu eru rúmar 10 milljónir samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Þær þjóðir sem taka að sér gæsluna bera meiri kostnað sökum efnahagsþrenginganna á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fara öll útgjöld ríkisins vegna loftrýmisgæslunnar til íslenskra þjónustuaðila.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×