Innlent

Þyrlan sótti mann um borð í Árna Friðriksson

Maður veiktist um borð í hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, þegar það var statt norðaustur af Langanesi í gær. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hann og kom hún að skipinu eftir millilendingu á Egilsstöðum, þar sem tekið var eldsneyti.

Vel gekk að hífa sjúklinginn um borð og eftir aðra millilendingu á Akureyri, þar sem aftur var tekið eldsneyti, lenti þyrlan í Reykjavík laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi og komst maðurinn undir læknishendur. Hann mun ekki vera í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×