Innlent

Ríkið sýknað af fjögurra milljóna króna bótakröfu

Íslenska ríkið var sýknað af bótakröfu frá manni sem sat í gæsluvarðhaldi árið 2006 í Hæstarétti í dag. Maðurinn var handtekinn í tengslum við svokallað BMW-mál þar sem 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af kannabisefnum voru haldlögð í BMW bifreið sem kom hingað til lands. Maðurinn fór fram á fjórar milljónir í skaðabætur.

Málinu var skotið til Hæstaréttar í ágúst á síðasta ári en maðurinn hafði seti í gæsluvarðhaldi árið 2006 í rúmlega einn mánuð vegna gruns um aðild að innflutningi á umræddum fíkniefnum. Hann krafðist skaðabóta eftir að ríkissaksóknari tilkynnti honum að mál á hendur honum hefði verið fellt niður.

Talið var hinsvegar að hegðun mannsins hafi leitt til handtöku hans og framkoma hans við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi verið með þeim hætti að hún hafi stuðlað að því að hann var hnepptur í gæsluvarðahald og hversu sú vist hans dróst á langinn. Var íslenska ríkið því sýknað af bótakröfu mannsins.

Gjafsóknarkostnaður mannsins samtals 500.000 krónur greiðist úr ríkissjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×