Lífið

Nýtt U2 lag frumflutt í dag

Bono söngvari U2 er ferlegur töffari.
Bono söngvari U2 er ferlegur töffari.

Hljómsveitin U2 frumflutti fyrsta lagið á væntanlegum geisladiski sínum í dag. Lagið, sem heitir „Get On Your Boots" var flutt í írska ríkisútvarpinu RTE í þætti hjá Dave Fanning. Fanning þessi hefur verið vinur Bono, söngvara U2, frá því að hljómsveitin sló fyrst í gegn í lok áttunda áratugarins. Lagið var síðan sett á vefsíðu hljómsveitarinnar þar sem aðdáendur gátu halað því niður.

Gert er ráð fyrir að nýi diskurinn, sem er sá fyrsti sem U2 sendir frá sér í fimm ár og ber titilinn „No Line on the Horizon" komi út 27 febrúar á Írlandi og viku seinna víða annars staðar í heiminum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.