Innlent

Bruggari ósáttur við lögreglu

Bruggari sem handtekinn var í gær er afar ósáttur við að lögregla hafi brotist inn til hans og gert tæki hans og tól til til bruggunar upptæk. Hann vill frekar brugga sitt eigið vín en að eyða stórfé í áfengis og tóbakverslun ríkisins.

Lögreglan fann fyrir tilviljun bruggtæki í íbúð við Frakkastíg rétt fyrir hádegi í gær. Lögreglumaður sem var að sinnu öðru verkefni kom auga á tæki og tól í gegn um eldhúsglugga og í kjölfarið var farið inn í íbúðina húsráðandinn var handtekinn og bruggtælin haldlögð. Hinn handtekni, Rúrik Dan Jónsson, er langt frá því vera sáttur.

Rúrik segir lögreglu hafa ruðst inn til sín, og segist ekkert skilja í þessu. Hann sé bruggari í hjáverkum og framleiði aðeins fyrir sig sjálfan. Ástæðan er sú að sterkt áfengi er að hans mati einfaldlega allt of dýrt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×