Lífið

Ungt fólk notar innkaupatöskur

Ungir sem aldnir draga nú innkaupavörurnar á eftir sér.
Ungir sem aldnir draga nú innkaupavörurnar á eftir sér. Fréttablaðið/Vilhelm

Innkaupatöskur á hjólum njóta nú vinsælda hjá ungum sem öldnum samkvæmt því sem afgreiðsludömur í þremur verslunum segja. „Einu sinni voru þessar töskur kallaðar gömlukonutöskur en það er löngu hætt,“ segir María G. Maríusdóttir hjá Drangey í Smáralind.

Gréta Oddsdóttir hjá Tösku og hanskabúðinni segir mikla eftirspurn eftir innkaupatöskunum og að ungt fólk sé farið að sýna þeim áhuga. Helena Bergmann hjá Þorsteini Bergmann tekur undir það og segir nýlega hafa komið kipp í sölu á töskunum sem þar hafa fengist í tuttugu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.