Innlent

Veltir fyrir sér hvar börn séu í forgangsröðun meirihlutans

Ingimar Karl Helgason. skrifar
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG. Mynd/Anton Brink
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG. Mynd/Anton Brink
Fulltrúi Vinstri grænna í Íþrótta og tómstundaráði Reykjavíkur, veltir því fyrir sér hvar börn séu í forgangsröð meirihlutans í Reykjavík.

Enn á eftir að ráða um hundrað manns til starfa á frístundaheimilum borgarinnar. Skólar verða settir eftir helgi. Sótt hefur verið um vistun fyrir hátt í 3000 börn, en áætlanir gerðu ráð fyrir að þau yrði ríflega 2000.

Sóley Tómasdóttir, fulltrú Vinstri grænna í Íþrótta og tómstundaráði, sem er með frístundaheimilin á sinni könnu, undrast að þessi mál séu ekki rædd þar. Hún veltir fyrir sér forgangsröð meirihlutans í borginni.

Sóley segir einnig að viðbótarfjármagn vegna þeirra barna sem bættust við frá áætlun, verði að ákveða í borgarráði.

Kjartan Magnússon, formaður íþrótta og tómstundaráðsins, sagði í samtali við fréttastofu, að fundur verði haldinn þar á mánudag. Stefna ráðsins sé að veita þeim börnum vistum á frístundaheimilum sem þess óska. Viðbótarfjármagn verði að finnast og hann treysti því að allir flokkar taki þátt í leitinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×