Enski boltinn

Fabregas á góðum batavegi

NordicPhotos/GettyImages

Læknir spænska miðjumannsins Cesc Fabregas hjá Arsenal útilokar ekki að leikmaðurinn gæti snúið mun fyrr til baka eftir hnémeiðsli sín en áætlað var

Fabregas meiddist á hné í samstuði við landa sinn Xabi Alonso hjá Liverpool í desember og búist var við því að hann yrði frá í allt að fjóra mánuði.

Arsenal mætir Roma í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 24. febrúar og læknirinn segir ekki útilokað að hann verði orðinn klár fyrir þann tíma.

"Það er ekki útilokað. Læknar Arsenal reiknuðu með að hann yrði lengi frá vegna þess hvernig meiðslin komu til en ég á von á að hann verði fljótari að ná sér. Leikmaðurinn sjálfur þarf auðvitað að vera orðinn góður áður en hann fer að spila og finnur því best sjálfur hvernig batanum líður, en ég hitti hann í síðustu viku og hann er á góðum batavegi. Það sem meira er gæti hann jafnvel komið talsvert fyrr til baka en áætlað var, sem er mjög jákvætt," var haft eftir lækninum í Daily Mirror.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×