Enski boltinn

Kinnear fluttur á sjúkrahús

NordicPhotos/GettyImages

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa veikst á hóteli liðsins fyrir leikinn gegn West Brom í dag.

Þetta þýðir að Írinn mun missa af leiknum mikilvæga í dag og því kemur það í hlut aðstoðarmanns hans Chris Houghton að stýra liðinu í þessum sannkallaða sex stiga leik í botnbaráttunni.

Ekki hefur verið gefið upp um hvaða veikindi er að ræða, en Kinnear fékk hjartaáfall árið 1999 þegar hann var knattspyrnustjóri Wimbledon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×