Enski í dag: Draumabyrjun hjá Jo 7. febrúar 2009 16:55 Lánsmaðurinn Jo var maður dagsins hjá Everton NordicPhotos/GettyImages Brasilíumaðurinn Jo átti sannkallaða draumabyrjun með liði Everton í dag þegar hann átti þátt í öllum þremur mörkum liðsins í 3-0 sigri á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék í nýrri stöðu með Bolton á Goodison Park í dag og var á hægri kanti, en Bolton mátti þakka fyrir að vera ekki fimm mörkum undir þegar Everton náði loks að brjóta ísinn á 40. mínútu. Þá var það Mikel Arteta sem skoraði mark úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Jo. Brasilíumaðurinn kom Everton svo í 2-0 á 49. mínútu og innsiglaði svo sigurinn með marki úr víti í uppbótartíma. Aston Villa setti félagsmet með sjöunda útisigrinum í röð þegar liðið lagði lærisveina Sam Allardyce 2-0 á Ewood Park. James Milner og Gabriel Agbonlahor skoruðu mörk Villa, sem vann verðskuldaðan sigur og komst í þriðja sæti deildarinnar. Villa fór með sigrinum upp fyrir Chelsea sem varð að láta sér nægja markalaust jafntefli við Hull á heimavelli sínum. Chelsea missti þarna af dýrmætum stigum í baráttunni um titilinn, en Hull-menn eru eflaust ánægðir með gott stig á erfiðum útivelli eftir slakt gengi undanfarið. Newcastle vann nauðsynlegan sigur á botnliði West Brom 3-2 í fjarveru knattspyrnustjórans Joe Kinnear sem fluttur var á sjúkrahús í morgun vegna veikinda. Damien Duff, Peter Lövenkrands og Steven Taylor skoruðu mörk Newcastle í dag en Marc-Antoine Fortune bæði mörk West Brom. Sunderland lagði Stoke 2-0 þar sem Stoke lék með tíu menn frá 65. mínútu eftir að Matthew Etherington var vikið af velli. Kenwyne Jones og David Healy nýttu sér liðsmuninn og tryggðu Sunderland sigurinn, sem þýðir að liðið er nú sjö stigum frá fallsæti. Loks gerðu Wigan og Fulham markalaust jafntefli í lélegum leik á JJB stadium sem þýðir að Fulham á enn eftir að vinna á útivelli á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Brasilíumaðurinn Jo átti sannkallaða draumabyrjun með liði Everton í dag þegar hann átti þátt í öllum þremur mörkum liðsins í 3-0 sigri á Bolton. Grétar Rafn Steinsson lék í nýrri stöðu með Bolton á Goodison Park í dag og var á hægri kanti, en Bolton mátti þakka fyrir að vera ekki fimm mörkum undir þegar Everton náði loks að brjóta ísinn á 40. mínútu. Þá var það Mikel Arteta sem skoraði mark úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Jo. Brasilíumaðurinn kom Everton svo í 2-0 á 49. mínútu og innsiglaði svo sigurinn með marki úr víti í uppbótartíma. Aston Villa setti félagsmet með sjöunda útisigrinum í röð þegar liðið lagði lærisveina Sam Allardyce 2-0 á Ewood Park. James Milner og Gabriel Agbonlahor skoruðu mörk Villa, sem vann verðskuldaðan sigur og komst í þriðja sæti deildarinnar. Villa fór með sigrinum upp fyrir Chelsea sem varð að láta sér nægja markalaust jafntefli við Hull á heimavelli sínum. Chelsea missti þarna af dýrmætum stigum í baráttunni um titilinn, en Hull-menn eru eflaust ánægðir með gott stig á erfiðum útivelli eftir slakt gengi undanfarið. Newcastle vann nauðsynlegan sigur á botnliði West Brom 3-2 í fjarveru knattspyrnustjórans Joe Kinnear sem fluttur var á sjúkrahús í morgun vegna veikinda. Damien Duff, Peter Lövenkrands og Steven Taylor skoruðu mörk Newcastle í dag en Marc-Antoine Fortune bæði mörk West Brom. Sunderland lagði Stoke 2-0 þar sem Stoke lék með tíu menn frá 65. mínútu eftir að Matthew Etherington var vikið af velli. Kenwyne Jones og David Healy nýttu sér liðsmuninn og tryggðu Sunderland sigurinn, sem þýðir að liðið er nú sjö stigum frá fallsæti. Loks gerðu Wigan og Fulham markalaust jafntefli í lélegum leik á JJB stadium sem þýðir að Fulham á enn eftir að vinna á útivelli á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira