Innlent

Bíll við bíl í Kömbum

Gífurlegur straumur ferðamanna liggur nú austur fyrir fjall og er bíll bíð bíl í Kömpunum. Íbúi við Heiðmörk í Hveragerði hafði samband við fréttastofu en hann segir að umferðin hafi um nokkurt skeið bifast áfram á um tíu kílómetra hraða en nú er hún nánast stopp.

Ástandið hefur að sögn Hvergerðinga verið svona frá því klukkan hálffimm í dag og fer versnandi. Íbúinn sem fréttastofa ræddi við sagðist ekki sjá hvar bílaröðin endaði. Aðspurður hvort krafan um tvöföldun vegarins yrði ekki háværari nú en nokkru sinni fyrr svaraði hann: „Tvöföldun? Þetta kallar á þreföldun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×