Lífið

Hjaltalín tekur upp

Sjómannavals Hjaltalíns. Krakkarnir í Hjaltalín spiluðu Sjómannavalsinn á Sægreifanum í gærdag. Útgáfa þeirra af laginu er til sölu á Tónlist.is.Fréttablaðið/GVA
Sjómannavals Hjaltalíns. Krakkarnir í Hjaltalín spiluðu Sjómannavalsinn á Sægreifanum í gærdag. Útgáfa þeirra af laginu er til sölu á Tónlist.is.Fréttablaðið/GVA

Hljómsveitin Hjaltalín hefur hafið upptökur á annarri plötu sinni. Upptökur fara fram í Hljóðrita í Hafnarfirði undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar, Sigga í Hjálmum. Í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að fyrsta smáskífa af næstu plötu komi út í næsta mánuði.

Lagið heitir Suitcase Man og hefur þegar verið gengið frá því að það verði á safnplötu sem Wichita Records gefur út.

Í gær kynnti Hjaltalín nýtt lag sem sveitin hefur tekið upp og gefið út. Er þar um að ræða þeirra útgáfu af Sjómannavalsinum sem Svavar Benediktsson samdi við texta Kristjáns frá Djúpalæk. Lagið er til sölu á Tónlist.is og rennur ágóði af sölu þess til Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.