Erlent

Brown vill refsa Burma

Aung San Suu Kyi hefur barist gegn kúgunarstjórn í áraraðir.
Aung San Suu Kyi hefur barist gegn kúgunarstjórn í áraraðir.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, útilokar ekki að frekari refsiaðgerðir gagnvart Burma eftir að ríkisstjórn landsins meinaði Ban Ki Moon, framkvæmdarstjóra Sameinuðu Þjóðanna, að hitta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi.

Ástæðan fyrir því að Ki- Moon fékk ekki að hitta Suu Kyi var að sögn yfirvalda í Burma að réttarhöld væru að hefjast yfir henni og þau mættu ekki trufla.

Suu Kyi hefur verið í haldi síðan hún á að hafa brotið reglur stofufangelsis sem hún var í þegar maður synti að húsi hennar.

Gordon Brown segir viðbrögð Burma sorgleg og það eigi að bregðast við þeim með refsiaðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×