Stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu 11. mars 2009 10:19 Þórhallur Vilhjálmsson Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Þórhallur Vilhjálmsson markaðsfræðingur stendur fyrir blysför að heimili Jóhönnu Sigurðardóttur í kvöld. Tilgangurinn er að þrýsta á forsætisráðherra að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Jóhanna íhugar nú áskoranir samfylkingarfólks og minnir Þórhallur á að hún hafi aldrei sagt nei við fólkið. Þórhallur hefur sett saman keðjubréf sem ætlað er samfylkingarfólki, félagshyggjufólki, vinstrimönnum og öðrum íslendingum. „Þegar þetta keðjubréf fer af stað að morgni miðvikudagsins 11. mars þá er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra enn að íhuga þá áskoranir sem henni hafa borist frá flokksmönnum Samfylkingarinnar um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar," segir í bréfinu. Því næst segir að íslenska þjóðin hafi á undanförnum mánuðum orðið fyrir meira áfalli en nokkur núlifandi íslendingur hafi upplifað og nú þurfi þjóðin að taka höndum saman um að ná sér upp úr öldudalnum og berjast fyrir tilvist sinni og velferð. Þórhallur segir að til þess að þetta geti gerst þurfi þjóðin afdráttarlausa forystu félagshyggju- og vinstri afla og eins og staðan er í dag þá sé aðeins ein manneskja sem getur leitt þessi öfl. Það sé Jóhanna Sigurðardóttir. „Undirrituðum finnst að Jóhanna megi ekki hafna áskorunum og beiðnum sem til hennar hafa borist nema að hún finni einnig fyrir stuðningi og áskorunum hins almenna flokksmanns og almennings og upplifi þær á annan hátt en með tölvupóstum, bréfum og í fjölmiðlum. Jóhanna er stefnuföst kona og sumir mundu ganga svo langt að segja að hún geti verið þver á stundum en hún hefur alltaf hlustað á fólkið. Þess vegna skorar undirritaður á félaga sína og lesendur þessa bréfs að efna til blysfarar til Jóhönnu í dag, miðvikudaginn 11. mars." Aðgerðaráætlun: 19:30 Göngumenn safnast saman á bílaplaninu sem er á milli Þjóðarbókhlöðunnar og Hótel Sögu við Birkimel. Blys verða seld á vægu verði til þeirra sem hafa áhuga. 20:00 Gengið til Jóhönnu annað hvort að Stjórnarráðinu við Lækjatorg eða heim til hennar í Högunum eftir því á hvorum staðnum hún heldur til og henni afhent beiðni og áskorun göngumanna um að hún gefi kost á sér sem næsti formaður Samfylkingarinnar. ATH. Ef á einhverjum tímapúnkti í dag komi yfirlýsing frá Jóhönnu um að hún taki áskorunum flokksmanna þá fellur þessi blysför niður.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira