Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna 11. mars 2009 05:30 Bjarni í stólnum. Bjarni Harðarson er einn þeirra sem hafa sest í stól Kjartans og látið lappa upp á hárið. Aðrir þingmenn sem hafa látið skera þar hár sitt eru Guðni Ágústsson, Geir H. Haarde og Árni Mathiesen.Mynd/Sunnlendingur.is „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira
„Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Meðal þeirra sem hafa sest í stólinn fyrir kosningar og prófkjör með góðum árangri eru framsóknarmennirnir Bjarni Harðarson og Guðni Ágústsson, ráðherrarnir Árni M. Mathiesen og Geir H. Haarde og svo Björgvin G. Sigurðsson. Þegar Kjartani er bent á að þessir menn hafi þurft að segja af sér þingmennsku og misst ráðherrastóla að undanförnu er hann fljótur til svara. „Þetta er auðvitað að einhverju leyti rétt en þessir menn komu líka hingað þegar þeir unnu sína stærstu sigra,“ útskýrir Kjartan og upplýsir meðal annars að Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknirinn sem sigraði í prófkjöri framsóknarmanna í suðurkjördæmi, hafi látið klippa sig skömmu fyrir kosningar. „Þá kom Geir líka hingað fyrir síðustu kosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur.“ Kjartan upplýsir síðan að Bjarni Benediksson, sem býður sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi þegar boðað komu sína. „Hann hefur reyndar verið ansi lengi á leiðinni, hann verður að koma vilji hann ná góðu kjöri á landsfundinum,“ segir Kjartan og hlær. Hárskerinn viðurkennir að þingmanna-klippingarnar séu svipaðar, þó að hver og einn hafi auðvitað sinn stíl. Kosningaklippingin verði þó að laða fram kynþokkann sem sé nauðsynlegur hverjum stjórnmálamanni. „Þarna er hárfín lína á milli,“ útskýrir hann. Rakarastofa Kjartans og Björns er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Afi Kjartans stofnaði fyrirtækið 1948 og pabbi hans, Björn, hefur klippt Sunnlendinga í fjörutíu ár. „Sjálfur hef ég verið að vinna hérna í 27 ár og er ekki nema rétt rúmlega þrítugur,“ segir Kjartan en auk þess er yngsti bróðirinn einnig með skærin á lofti. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Fleiri fréttir Fór til Tyrklands í hárígræðslu: „Maður finnur fyrir potinu allan tímann“ Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Sjá meira