Innlent

Milljarðar til umræðu á borgarafundi í Iðnó

Frá borgarafundi í Iðnó í haust.
Frá borgarafundi í Iðnó í haust.

Borgarafundur fer fram í Iðnó í kvöld undir yfirskriftinni ,,500 milljarðar til eigenda - glæpur eða vinargreiði." Fundurinn fer fram á vegum breiðfylkingarinnar Opins borgarafundar.

Frummælendur í kvöld verða þingmennirnir Atli Gíslason og Bjarni Benediktsson og Björn Þorri Viktorsson sem er hæstaréttarlögmaður.

Í pallborði verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur og Jóhann G. Ásgrímsson viðskipafræðingur. Auk þeirra hefur ráðherrum viðskipta- og dómsmála verið boðið í pallborð.

Fundurinn hefst klukkan 20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×