Innlent

Laxarnir verða færri í sumar

Guðni Guðbergson á að baki 30 ára rannsóknir á laxi og silungi.
Guðni Guðbergson á að baki 30 ára rannsóknir á laxi og silungi.

Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Auðlindasviðs Veiðimálastofnunar, býst ekki við að fiskgengd í íslenskum laxveiðiám verði eins mikil í sumar og hún var í fyrrasumar.

„Góðu árin fylgjast gjarnan að, nokkur í röð, og slæmu árin líka. Í fyrra var metveiði í mörgum ám, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Það er ekki hægt að ætlast til að met séu slegin mörg ár í röð en það er þó von til þess að fiskgengdin verði í mjög þokkalegu lagi. En fyrir Norðan og Austan eru aðrar blikur á lofti. Þar er byrjað að dala aðeins þótt ekkert í kortunum bendi til neinna vandræða,“ segir Guðni sem ítrekar að ályktanir hans byggist á bráðabirgðatölum frá síðasta sumri. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×