Lífið

Selma komin í Eurobandið

Söngkonan Selma Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Eurobandið í stað Regínu Óskar sem á von á barni í lok maí. Að því er kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni þurfti nýja söngkonan að hafa einhverja tengingu við Euro­vision-keppnina og að hafa á sér hinn eina sanna „Euro­vision-stimpil" og kom þá aðeins Selma til greina.

Fyrsta ball Euro­bandsins með Selmu í farar­broddi verður í Sjallanum á Akureyri á laugardaginn. Eurobandið er jafnframt að hljóðrita lagið Every Way That I Can sem vann keppnina fyrir Tyrklands hönd árið 2003. Örlygur Smári hefur verið hljómsveitinni til halds og trausts við upptökurnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.