Íslendingar hlaupa í Sahara 11. mars 2009 04:30 Tveir íslenskir ofurhlauparar taka þátt í Sahara eyðimerkurmaraþoninu sem fram fer í Marokkó um næstu mánaðamót og verða þeir fyrstir íslenskra hlaupara til að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta eru þeir Ágúst Kvaran og Justin Bjarnason. Ágúst Kvaran segir að Justin Bjarnason, sem er af íslensku bergi brotinn en býr í Englandi, hafi hringt í sig nýlega og sagt sér að hann taki einnig þátt í hlaupinu. Þeir hafi síðan verið í tölvusambandi. Sahara eyðimerkurmaraþonið er áfangahlaup þar sem hlaupið er í eyðimörkinni sunnan Atlasfjalla í suðausturhluta Marokkó. Nákvæmri hlaupaleið og vegalengd er haldið leyndri fram á síðasta dag fyrir hlaup. Hlaupin eru sex hlaup á sjö dögum, samtals um 245 kílómetrar. Fyrstu þrjá dagana eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag. Á fjórða degi er ofurmaraþon þegar hlaupin er 75-80 kílómetra leið. Fimmti dagurinn er hvíldardagur en á þeim sjötta er hlaupið maraþon, 42,2 kílómetrar, og svo endað síðasta daginn á 15-20 kílómetra hlaupi. Undirlag er fjölbreytt, að sögn Ágústs, allt frá lausum sandi til stórgrýtis. Hlaupið er yfir fjallgarða og í uppþornuðum árfarvegum. Keppendur bera matarbirgðir og eldunar- og svefnbúnað frá fyrsta degi fyrir allt tímabilið en fá vatn með reglulegu millibili. Dvalist er í tjaldbúðum milli hlaupa. Hiti um hádaginn getur farið upp undir fimmtíu stig og niður fyrir tíu gráður á nóttunni. Yfir 800 keppendur eru skráðir til þátttöku, frá um 39 þjóðlöndum. Hlaupið er skipulagt af Frökkum í samvinnu við innfædda. Fylgst er með hlaupinu og það myndað af sjónvarpsstöðinni Eurosport. - ghs Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Tveir íslenskir ofurhlauparar taka þátt í Sahara eyðimerkurmaraþoninu sem fram fer í Marokkó um næstu mánaðamót og verða þeir fyrstir íslenskra hlaupara til að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta eru þeir Ágúst Kvaran og Justin Bjarnason. Ágúst Kvaran segir að Justin Bjarnason, sem er af íslensku bergi brotinn en býr í Englandi, hafi hringt í sig nýlega og sagt sér að hann taki einnig þátt í hlaupinu. Þeir hafi síðan verið í tölvusambandi. Sahara eyðimerkurmaraþonið er áfangahlaup þar sem hlaupið er í eyðimörkinni sunnan Atlasfjalla í suðausturhluta Marokkó. Nákvæmri hlaupaleið og vegalengd er haldið leyndri fram á síðasta dag fyrir hlaup. Hlaupin eru sex hlaup á sjö dögum, samtals um 245 kílómetrar. Fyrstu þrjá dagana eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag. Á fjórða degi er ofurmaraþon þegar hlaupin er 75-80 kílómetra leið. Fimmti dagurinn er hvíldardagur en á þeim sjötta er hlaupið maraþon, 42,2 kílómetrar, og svo endað síðasta daginn á 15-20 kílómetra hlaupi. Undirlag er fjölbreytt, að sögn Ágústs, allt frá lausum sandi til stórgrýtis. Hlaupið er yfir fjallgarða og í uppþornuðum árfarvegum. Keppendur bera matarbirgðir og eldunar- og svefnbúnað frá fyrsta degi fyrir allt tímabilið en fá vatn með reglulegu millibili. Dvalist er í tjaldbúðum milli hlaupa. Hiti um hádaginn getur farið upp undir fimmtíu stig og niður fyrir tíu gráður á nóttunni. Yfir 800 keppendur eru skráðir til þátttöku, frá um 39 þjóðlöndum. Hlaupið er skipulagt af Frökkum í samvinnu við innfædda. Fylgst er með hlaupinu og það myndað af sjónvarpsstöðinni Eurosport. - ghs
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira