Innlent

Varðskip í viðbragðsstöðu vegna snjóflóðahættu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar verið sett í viðbragðsstöðu. Fyrr í kvöld ákvað Kristín Völundardóttir, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands að lýsa yfir hættustigi í Bolungarvík og stóð til að rýma nokkur hús í bæjarfélaginu fyrir klukkan 20.

,,Þar sem hættuástandi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar og danskt varðskip í nágrenni við landið, verið beðin um að færa sig nær Vestfjörðum en áætlað er að skipin æfi saman á morgun. Hitt íslenska varðskipið er einnig í viðbragðsstöðu," segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.


Tengdar fréttir

Snjóflóðahætta í Bolungarvík - hús rýmd

Veðurstofan í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum hefur lýst yfir hættustigi í Bolungarvík á reit 4 og er rýming hafin. Þetta á við um húsin Ljósaland 2, Traðarland 18, 21, 22 og Tröð. Gert er ráð fyrir að umrædd hús verði mannlaus fyrir klukkan 20 í kvöld, að fram kemur í tilkynningu frá Kristínu Völundardóttur lögreglustjóra á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×