Innlent

ÍAV áttu lægsta boðið í virkjun

Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) og samstarfsfyrirtæki áttu hagstæðasta boðið í 1.000 megavatta vatnsaflsvirkjun sem verður reist í Sviss. Tilboðið hljóðar upp á 70 milljarða króna.

Ætlunin er að virkja um 600 metra fallhæð milli tveggja stöðuvatna í Ölpunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÍAV. Nota á rafmagn framleitt utan háannatíma til að flytja vatn aftur upp í efra stöðuvatnið.

Stefnt er að því að samningaviðræður við verkkaupa hefjist á næstu vikum. Verktími verður tæplega fimm ár. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×