Lífið

Frábær í Frakklandi

Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir plötu sína á franskri heimasíðu. fréttablaðið/Valli
Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir plötu sína á franskri heimasíðu. fréttablaðið/Valli

Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Jeff Who?, á frönsku tónlistarsíðunni The Wall. Platan kom út á síðasta ári og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum.

„Það er alveg ljóst að þessi hljómsveit mun ná mjög langt. Nýjasta plata þeirra er sannkölluð tónlistaropinberun,“ segir gagnrýnandinn og bætir við: „Tíu stórfengleg lög sem eru hvert öðru betra.“ Í framhaldinu lofar hann lögin, útsetningarnar og spilamennskuna og klykkir síðan út með orðunum:

„Það er ekki á hverjum degi sem maður uppgötvar hljómsveit sem býr yfir jafnmiklum hæfileikum og Jeff Who? Frábær plata.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.