Fótbolti

Ali Daei sagður rekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ali Daei, landsliðsþjálfari Íran.
Ali Daei, landsliðsþjálfari Íran. Nordic Photos / AFP
Samkvæmt fréttum sem birst hafa í Íran hefur knattspyrnusamband landsins ákveðið að reka landsliðsþjálfarann Ali Daei úr starfi eftir að liðið tapaði fyrir Sádí-Arabíu í undankeppni HM 2010 í gær, 2-1.

Ali Daei er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu og átti góðu gengi að fagna sem knattspyrnumaður í Þýskalandi þar sem hann lék til að mynda með Herthu Berlín og Bayern München.

Íran hefur aðeins fengið sex stig í fimm leikjum sínum í undankeppninni og er í fjórða sæti síns riðils. Efstu tvö liðin í riðlinum komast beint á HM í Suður-Afríku.

Í viðtali eftir leikinn sagðist Daei harðákveðinn í að halda áfram starfi sínu. Þær fregnir að hann hafi verið rekinn hafa þó ekki fengist staðfestar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×