Innlent

Andvíg inngöngu í ESB en vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu

Lilja Rafney Magnúsdóttir, nýkjörin þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, nýkjörin þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, nýkjörin þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segist lengi hafa verið andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hún vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem landsmönnum gefst færi á að kjósa um það hvort að hafnar verði aðildarviðræður.

Lilja treystir forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna til að leysa málið farsællega. „Ég er mjög áþjáð að þetta samstarf haldi áfram."

„Ég er mikil landsbyggðarkona og hef verið starfandi í sveitarstjórnarmálum undanfarin ár þannig að bætt búsetuskilyrði og fjölbreytt atvinna er mér hugleikinn," segir Lilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×