Lífið

Friðrik Þór plataður

Fyrsta árshátíð Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna var haldin á Hótel Loftleiðum á miðvikudagskvöld. Um 120 mann létu sjá sig og þótti hátíðin vel heppnuð í alla staði.

Á árshátíð kvikmyndagerðarmanna voru í fyrsta skipti veitt ný verðlaun, Friðrikinn. Er stefnt að því að verðlaunin verði afhent á hverju ári hér eftir. Meðal þeirra sem fengu verðlaun voru Gagga Jónsdóttir, sem kjörin var vinsælasta stúlkan, og Goði Már Guðbjörnsson aðstoðartökumaður sem verðlaunaður var sem North Face-andlitið.

Aðalskemmtiatriðið var þó grín sem Andrea Brabin hjá Eskimo stóð fyrir. Nokkur þekkt andlit úr bransanum voru plötuð í prufur fyrir auglýsingu erlends stórfyrirtækis. Þar voru þau látin fara með línur úr handriti og vonuðust væntanlega eftir því að fá háar fjárhæðir greiddar ef þau fengju hlutverkið. Í raun var þetta allt saman plat og afraksturinn var sýndur á árshátíðinni.

Meðal þeirra sem létu gabbast voru leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson, Aron Bergmann, Ómar Jabali og Finnur Jóhannsson. Þótti þetta grín afar vel heppnað.

hdm@frettabladid.is

Búi, Hreinn Beck og Jónsi voru prúðbúnir.
Kjartan, Ingvar og Sigurður skáluðu í fordrykknum.


Goði og Hinrik skemmtu sér vel þetta kvöld og hlaut Goði meðal annars Friðrikinn.
Bjarni Grímsson og Bergur Hinriksson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.