Innlent

Skýrsla vistheimilisnefndar hvítþvottur og yfirklór

Þrír einstaklingar sem voru á vistheimilinu á Kumbarvogi á síðustu öld eru afar ósátt við skýrslu vistheimilisnefndar sem kynnt var í vikunni og kalla hana hvítþvott og yfirklór. Þau munu á mánudag krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, láti endurskoða skýrsluna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Svört skýrsla um tvo vistheimili á vegum ríkisins og Heyrnaleysingjaskólann var kynnt á miðvikudag. Fram kemur í skýrslunni að lögbundið eftirlit hins opinbera með starfsemi skólans og vistheimila þar sem börn dvöldu á vegum ríkis og sveitarfélaga brást. Í framhaldi sagði forsætisráðherra skýrsluna sýna svartan kafla í sögu þjóðarinnar.

Í frétt Ríkissjónvarpsins var rætt við Ernu Agnarsdóttur, Maríu Haraldsdóttur og Elvar Jakobsson en voru öll um áratug á Kumbaravogi. Að eigin sögn bjuggu þau við vinnuþrælkun, andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þau hafa núna haft svigrúm til að lesa sig í gegnum skýrslu Vistheimilisnefndar sem er á fimmta hundrað síður eru þó afar ósátt við mörg atriði.

Á mánudag munu þremenningarnir krefjast þess í forsætisráðuneytinu að Kumbaravogskafli vistheimilisskýrslunnar verði endurskoðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×