Björn Mikkaelsson: Neyddist til að svíkja fólkið Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 19. júní 2009 12:27 „Það er rétt hjá þeim," segir Björn Mikkaelsson um sögu hjónanna frá Miðhúsum í Kollafirði sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Guðmundsson frá því að hann og kona hans borguðu Birni tæpar tíu milljónir upp í Finnskt einingahús sem þau fengu aldrei. Annars vegar 2,7 milljónir í staðfestingargjald og síðar 7,2 milljónir. Björn segir þau hjónin fara með rétt mál. Aðspurður um skýringu á þessu svaraði Björn: „Hún er sáraeinföld. Það var verið að vinna í þessu fyrir þau og það var bara ekkert komið lengra þegar ég fer sjálfur í þrot. Ég var svikinn um greiðslur og það vatt upp á sig og þar með fer ég að svíkja annað fólk," segir Björn. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar að hann hefði hringt utan í finnska fyrirtækið sem framleiðir húsin en fengið að heyra þar að ekki einu sinni öll fyrri greiðslan hefði borist fyrirtækinu. „Það er líka rétt hjá þeim," segir Björn. Hann segir að það hafi hreinlega ekki verið komið svo langt. „Í millitíðinni fór það í annað á reikninum hjá mér og svo bara sprakk allt," segir Björn. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að senda peningana frá Viðari og frú jafnóðum út til finnska fyrirtækisins sagði Björn: „Jú, jú. Það hefði verið það. Þetta er bara leiðindamál." Aðspurður hvernig honum liði útaf þessu máli svaraði Björn: „Mér líður hryllilega yfir því. Ég er búinn að reyna allt sem í mínu valdi stendur til að leiðrétta það en ég hef ekki bolmagn í það." Hann viðurkennir að um eitt annað svipað tilfelli sé að ræða. „Já eitt annað tilfelli í Borgarfirði." Viðar sagði einnig frá því að Björn hafi verið hættur að svara þeim hjónum í síma. „Það er kannski af því að ég er ekki með sama síma, hann var tekinn þegar fyrirtækið var tekið." Björn segir að hann hafi ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta hjónunum fyrir vestan upp tjónið. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Spurður hvort hann teldi sig vera heiðarlegan í viðskiptum alla jafna sagði hann: „Ég tel mig ekki vera óheiðarlegan. Þetta er alveg skítamál en þetta eitthvað sem ég ræð ekki við." Björn hefur sagt frá því hvernig þrír aðilar sviku hann og því hafi hann farið í þrot. Hann segir að sjálfur hafi hann tapað vel yfir tuttugu milljónum þessara þriggja kúnna. Hann segir þau Viðar og Barböru vera andstæður þeirra sem sviku hann. „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki." Tengdar fréttir Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11 Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00 Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18 Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19. júní 2009 11:10 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
„Það er rétt hjá þeim," segir Björn Mikkaelsson um sögu hjónanna frá Miðhúsum í Kollafirði sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar Guðmundsson frá því að hann og kona hans borguðu Birni tæpar tíu milljónir upp í Finnskt einingahús sem þau fengu aldrei. Annars vegar 2,7 milljónir í staðfestingargjald og síðar 7,2 milljónir. Björn segir þau hjónin fara með rétt mál. Aðspurður um skýringu á þessu svaraði Björn: „Hún er sáraeinföld. Það var verið að vinna í þessu fyrir þau og það var bara ekkert komið lengra þegar ég fer sjálfur í þrot. Ég var svikinn um greiðslur og það vatt upp á sig og þar með fer ég að svíkja annað fólk," segir Björn. Í samtali við fréttastofu sagði Viðar að hann hefði hringt utan í finnska fyrirtækið sem framleiðir húsin en fengið að heyra þar að ekki einu sinni öll fyrri greiðslan hefði borist fyrirtækinu. „Það er líka rétt hjá þeim," segir Björn. Hann segir að það hafi hreinlega ekki verið komið svo langt. „Í millitíðinni fór það í annað á reikninum hjá mér og svo bara sprakk allt," segir Björn. Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að senda peningana frá Viðari og frú jafnóðum út til finnska fyrirtækisins sagði Björn: „Jú, jú. Það hefði verið það. Þetta er bara leiðindamál." Aðspurður hvernig honum liði útaf þessu máli svaraði Björn: „Mér líður hryllilega yfir því. Ég er búinn að reyna allt sem í mínu valdi stendur til að leiðrétta það en ég hef ekki bolmagn í það." Hann viðurkennir að um eitt annað svipað tilfelli sé að ræða. „Já eitt annað tilfelli í Borgarfirði." Viðar sagði einnig frá því að Björn hafi verið hættur að svara þeim hjónum í síma. „Það er kannski af því að ég er ekki með sama síma, hann var tekinn þegar fyrirtækið var tekið." Björn segir að hann hafi ætlað að selja húsið sitt til þess að bæta hjónunum fyrir vestan upp tjónið. Eignarhlutur hans í húsinu hafi hinsvegar horfið þegar gengi krónunnar hrundi. Hann segist hafa átt rúmar 35 milljónir í húsinu áður en allt hrundi. Spurður hvort hann teldi sig vera heiðarlegan í viðskiptum alla jafna sagði hann: „Ég tel mig ekki vera óheiðarlegan. Þetta er alveg skítamál en þetta eitthvað sem ég ræð ekki við." Björn hefur sagt frá því hvernig þrír aðilar sviku hann og því hafi hann farið í þrot. Hann segir að sjálfur hafi hann tapað vel yfir tuttugu milljónum þessara þriggja kúnna. Hann segir þau Viðar og Barböru vera andstæður þeirra sem sviku hann. „Þetta er toppfólk. Þvílíkt fyrirmyndarfólk en ég veit ekki hvað ég get gert fyrir þau skilurðu? Ég er ekki búinn að hafa það gott yfir þessu góða fólki."
Tengdar fréttir Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11 Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00 Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18 Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19. júní 2009 11:10 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Húseigandi á Álftanesi: Hef engu að tapa Maðurinn sem fyrr í dag gjöreyðilagði íbúðarhús sitt á Álftanesi sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa neinu að tapa. Maðurinn gróf einnig bílinn sinn ofan í lóð hússins. 17. júní 2009 18:11
Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19. júní 2009 06:00
Missti húsið til bankans og stórskemmdi það Karlmaður á Álftanesi stórskemmdi fyrr í dag íbúðarhús sem hann hafði nýverið misst í hendur banka. Maðurinn notaðist við gröfu til verksins en einnig gróf hann númerslausan bíl ofan í lóðina og fékk félaga sinn til þess að taka verknaðinn upp á myndbandsupptökuvél. 17. júní 2009 17:18
Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19. júní 2009 11:10
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent