Innlent

Upptaka heimil í leigubílum

Taxi Leigubílstjórar vildu vita hvort heimilt væri að koma fyrir myndavélum í bílunum.Fréttablaðið/Vilhelm
Taxi Leigubílstjórar vildu vita hvort heimilt væri að koma fyrir myndavélum í bílunum.Fréttablaðið/Vilhelm

Heimilt er að koma fyrir myndbandsupptökuvélum í leigubílum svo framarlega sem farþegar eru varaðir við því að upptaka sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn frá leigubílafyrirtækinu Hreyfli-Bæjarleiðum.

Ekki stendur til að svo komnu máli að koma myndavélum fyrir í bílunum, heldur var verið að kanna hvaða möguleikar eru í stöðunni til að tryggja öryggi farþega og bílstjóra, segir Eyþór Birgisson, formaður Hreyfils-Bæjarleiða. Fyrirspurnin til Persónuverndar hafi verið send í kjölfar fundar með bílstjórum félagsins, að þeirra ósk. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×