Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland 7. október 2009 04:00 Birgir Guðmundsson Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent