Fagmenn gagnrýna Guð blessi Ísland 7. október 2009 04:00 Birgir Guðmundsson Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Guð blessi Ísland, heimildarmynd Helga Felixsonar um efnahagshrunið, gæti talist utan hefðbundinna viðmiða í blaðamennsku, miðað við það sem viðmælendur Fréttablaðsins hafa séð af henni. Þá er það mjög óheppilegt fyrir blaðamennsku því það hræðir aðra hugsanlega viðmælendur frá fréttamönnum, segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri. „Fyrir það fyrsta eru almennar siðareglur í blaðamennsku og það gildir líka um heimildarmyndagerð, sem kveða á um að þú látir fólk vita ef það er í viðtali," segir Birgir Guðmundsson, lektor í fjölmiðlafræði. „Síðan geta verið undantekningar, til dæmis þegar notuð er falin myndavél. En þá þurfa að vera ákveðin skilyrði, eins og að ekki sé hægt að fá upplýsingarnar með hefðbundnum aðferðum. Einnig að þetta sé skipulagt fyrirfram og menn viti hvað þeir ætla að fá fram," segir Birgir. Hann tekur fram að hann tali almennt, því hann hefur ekki séð myndina. Helgi Felixson hefur kynnt mynd sína á sjónvarpsstöðvum og sýnt þar myndbrot sem eru tekin upp án vitundar viðmælenda.Hann hefur viðurkennt að ganga á bak orða sinna, það er brotið samkomulag við viðmælendur. Helgi heldur því fram að viðmælendur hans í myndinni hafi einnig brotið samkomulag við aðra. Jónas Kristjánsson segist andvígur aðferðum á borð við þær sem Helgi notar, þær gangi gegn viðurkenndum hefðum blaðamennskunnar. „Hann er bara að auðvelda sér vinnuna á líðandi stund. Svo fréttist þetta út og þegar næsti maður ætlar að gera svona heimildarmynd lendir sá í vandræðum því allir eru orðnir fullir af efasemdum og hræddir. Hann er því að spilla bæði fyrir sjálfum sér en sérstaklega fyrir öðrum kvikmyndagerðarmönnum og blaðamönnum með því að gera svona," segir Jónas. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, vill ekki fjalla um aðferðir Helga fyrr en hún hefur séð myndina. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, kemur fram í myndinni óafvitandi. Hann vill ekki ræða vinnubrögð Helga, en segir þau koma á óvart. „Miðað við brotið sem við höfum séð af okkar þætti í myndinni er maðurinn ekki að gera það sem hann sagðist ætla að gera," segir hann. Hafliði Helgason, aðstoðarmaður Bjarna Ármannssonar, vildi ekki tala um hlut Bjarna í myndinni og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, en þeir Bjarni eru viðmælendur Helga í myndinni. klemensfrettabladid.is Jónas Kristjánsson Ásgeir Friðgeirsson Helgi Felixson
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði