Innlent

Yoko býður borgarbúum út í Viðey

MYND/Anton

Í tilefni af tendrun Friðarsúlunnar þann 9. október næstkomandi býður Yoko Ono ókeypis ferðir til Viðeyjar 9., 10., og 11. október. Einnig býður hún á tónleika til heiðurs John Lennon í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi sem haldnir verða 9. október og hefjast kl. 22.00.

Kveikt verður á súlunni samkvæmt venju á fæðingardegi Lennons. Siglt verður frá Skarfabakka frá kl. 18.45 - 20.00 og verður dagskrá í Naustinu við Friðarsúluna þar sem Hamrahlíðarkórinn syngur meðal annars. Á slaginu átta verður ljósið á Friðarsúlunni. Að því loknu eru gestir hvattir til að koma við í Naustinu og skrifa á óskatré Yoko Ono. Siglt verður frá Viðey frá kl. 20.00 - 22.00.

Allar nánar upplýsingar um ferjusiglingar og þjónustu í Viðey er að finna á www.videy.com og www.elding.is.

Á sama tíma verður athöfn í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi þar sem fjölmargir listamenn koma fram og syngja lög eftir Lennon auk þess sem sýnt verður beint frá tendrun súlunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×